Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 61
BREIÐFIRÐINGUR
59
Guðrún og Óskar Bjartmarz
ingafélaginu verið gott að eiga þau að, hjónin Guðrúnu og
hann, en þau er oftast þar að hitta.
Hafa þau og þó einkum hún haft umsjón með afgreiðslu
Breiðfirðings og er vandséð, hvernig það hefði orðið án
hennar og þeirra, og fjárreiður ritsins verið öruggar í
hennar höndum. Hún er ein hinna bjargtraustu kvenna, sem
aldrei bregzt til hins bezta, hreinskilin, einörð, hispurlaus
og drenglynd.
Sé litið yfir þennan hóp heiðursfélaganna kemur í ljós,
hvað Breiðfirðingafélagið metur mest að dómi reynslunnar.
Það mundi vera málsnilld, sönglist, fórnfýsi, trúmennska,
lipurð, þolgæði, gestrisni, höfðingsskapur og forsjá.
Þessir menn hafa hver um sig, svo ólíkir sem þeir eru,
mótað þann grunn ásamt öðrum sér líkum, sem félagsstarfið
hefur hvílt á í 30 ár.