Breiðfirðingur - 01.04.1968, Síða 63
BREIÐFIRÐINGUR
61
lífs, sem ekki hefur árlega fjársöfnun eða því sem næst á
einhverjum vettvangi og í einhverjum tilgangi.
Má því mikið vera, ef sú stöðnun og að sumu leyti hrörn-
un, sem mörgum virðist ríkja hjá þessum annars efnaða
og virðulega félagsskap, stafar ekki að einhverju leyti af
skorti á fjársöfnun, beinlínis af átakaleysi.
Það þarf alltaf einhver átök til að endurnýja kraftana
og halda þeim við.
A fyrsta áratug félagsins voru lagðar fram gjafir, hafð-
ar hlutaveltur, hazarar og söfnunarlistar auk skemmtistarfs,
sem stefndi að fjáröflun á einhvern hátt.
Þetta skapaði hreyfingu, stundum ágreining, jafnvel
hressileg átök og umtal, en var jafnframt líf og ánægja.
Eining er góð, en verði hún sljóleiki og valdi hún áhuga-
leysi er hún orðin neikvæð.
A þessu mega efnuð og aldin félög vara sig. Þau verða
að skapa sér áhugamál, sé svo að þau sýnist ekki nauð-
synleg. Og þetta er eitt af því, sem Breiðfirðingafélagið
þarf sérstaklega að athuga á þessum tímamótum.
Og fjársöfnun er áhugasömum og lifandi félagsskap
alltaf nauðsynleg, ekki sízt, ef það á sjóði, sem eru of
léttir til að starfa að sínu markmiði, eða mega ekki gleym-
ast vegna þeirra manna eða kvenna sem nöfn þeirra eru
tengd.
Það er heilög skylda hvers félags að efla slíka sjóði og
gera þá að því afli, sem þeir eiga að verða í þjóðlífinu.
Það er skömm að gleyma þeim.
Og Breiðfirðingafélagið ætti að minnsta kosti að hafa ár-