Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 64
62
BREIÐFIRÐINGUR
lega einn fjáröflunardag og ýmsar fjáröflunarleiðir til að
afla fjár í Minningarsjóð sinn.
Þar eru jafnan næg verkefni og margs að minnast. Þótt
sjóðurinn sé einn út á við, er hann skiptur hið innra eftir
nöfnum þeirra persóna, sem hann er tengdur. Og áhugamál
og hugsjónir þessa fólks þurfa jafnan að lifa hjá félaginu,
og andi þess að lifa í störfum þess.
Tökum sem dæmi sjóðdeild þá, sem tengd er nafni Jóns
frá Ljárskógum.
Árlega mætti hafa söngskemmtun til eflingar slíkum
sjóði og minnast þannig unga og efnilega söngmannsins og
skáldsins, sem hann er tengdur.
Síðan mætti og ætti að veita árlega eða þegar sjálf-
sagt þætti, þótt ekki væri nema verðlaunum úr þessum
sjóði til einhvers söngmanns eða tónlistarmanns, skálds eða
listamanns að vestan eða þá einhvers íslendings á sömu
vegum og minning hans bendir til.
Svipað mætti segja um deild sr. Ásgeirs frá Hvammi.
En þar mætti gefa eða veita til gleði eða hvatningar ein-
hverjum guðfræðinema eða jafnvel ungum presti heiman
að t. d. til utanfarar.
Svona mætti telja upp alla þá, sem tengzt hafa þessum
sjóði eða sjóðum, ef fé væri safnað og þeir um leið aug-
lýstir, en ekki faldir þögn og gleymsku.
Þögn og gleymska eru virðulegar, en þær geta leitt af
sér stöðnun og dauða.
Minningasjóður Breiðfirðinga er upphaflega til kominn
við umræður árið 1944 ,og hugmyndin til orðin í sambandi
við eitt af útvarpserindum félagsins, sem hét Liljublað, og