Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 65
BREIÐFIRÐINGUR
63
var flutt af sr. Árelíusi Níelssyni, sem þá var nýlega kom-
inn sem prestur að Eyrarbakka.
En hann gerði það að tillögu sinni, að kirkja yrði byggð
á Reykhólum og helguð nafni Matthíasar Jochumssonar og
minningu móður hans Þóru Einarsdóttur og héti: Minn-
ingarsjóður breiðfirzkra mæðra.
Um þetta urðu miklar umræður á fundum félagsins og
sýndist nokkuð sitt hverjum.
Kom þá jafnvel til orða, að stofna sjóð til minningar um
Eggert Ólafsson, sem ýtti forðum frá kaldri Skor, og yrði
sá sjóður stofnaður 1. des. 1944.
Ekkert varð þó úr þeim framkvæmdum. En hins vegar
reis kirkjan á Reykhólum að ýmsu leyti fyrir áhuga fé-
lagsins og sjóðurinn í minningu breiðfirzkra mæðra er þar
starfandi til skreytingar kirkjunni.
Þetta gerðist hins vegar mörgum árum síðar og að ýmsu
leyti á annan veg en ætlað var í upphafi.
En hér syðra lifði hugmyndin um sjóðstofnun á vegum
félagsins og kom alveg lil framkvæmda, þegar Jón frá
Ljárskógum lézt.
Var hann stofnaður 1945 og sjóðstofnunin tilkynnt á
aðalfundi félagsins 11. janúar 1946.
Stefnuskrá Minningarsjóðs Breiðfirðinga er á þessa leið
í 4. grein skipulagsskráar hans:
„Tilgangur sjóðsins er að styrkja hvers konar menningar-
viðleitni, sem varða breiðfirzk málefni heima og heiman,
svo sem útgáfu rita um breiðfirzk efni, söfnun breiðfirzkra
fræða, nám efnilegra, breiðfirzkra nemenda, skógrækt við
Breiðafjörð, líknarstörf o.fl. sem aðkallandi væri á hverj-