Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 70
68
BREIÐFIRÐINGUR
Jakobsson, hefði verið veikur, og ætti þar af leiðandi í
miklum örugleikum við stofnun nýbýlis síns og uppbygg-
ingu þess.
En hann hafði flutt upp í Borgarfjörð og stofnað til bús,
þar sem hann nefndi að Lindarhvoli, ætti hann þar hálf-
byggð hús og væri að ýmsu leyti varbúinn vetrinum.
Þá brá stjórn Breiðfirðingafélagsins við, gerði út söfn-
unarlista og lagði fram rausnarlega fjárupphæð honum
til handa, ef verða mætti til bóta í þessum vanda.
En það sem bezt var og kannske sérstæðast í starfi fé-
lagsins, seint um haustið fóru 12 manns þar af tvær konur
í starfsferð að Lindarhvoli og unnu þar við liúsbyggingu
yfir eina helgi og björguðu þannig málinu í bili fyrir kýr
Guðhjarnar. En veittu þeim hjónum Guðbirni og Cecilie
biskupsdóttur mikla ánægju og aukna krafta til að stand-
ast erfiðleikana, enda hafði nú Guðbjörn að mestu endur-
heimt heilsu sína, var kominn heim af sjúkrahúsi og tek-
inn til starfa.
En þetta er sífellt líkt og sólskinsblettur við veg félagsins,
því sælla er að gefa en þiggja, var Astvaldur enn þá fyrir-
liði um þetta, en Jóhannes Ólafsson og Alfons Oddson með
honum í nefnd um málefnið.
En Jón Júlíus Sigurðsson fékk hrós fyrir dugnað í starfi
við byggingarnar og raunar höfðu allir í þessari 12 manna
sendinefnd afrekað með ólíkindum.
Eins og áður er sagt hefur Breiðfirðingafélagið ekki
talið það sitt hlutverk að vera eða koma fram sem góð-
gerðafélag, o ggjafir þess eða framlög til slíkra mála ber
því sérstaklega að meta sem heiður af þess hendi til þeirra,
sem hljóta.