Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 71
BREIÐFIRÐINGUR
69
Eins var félagið að gjalda fyrir gestrisni og greiða fé-
lagsfólki til handa, þegar það þetta sama ár 1956 sendi
dálitla fjárupphæð til Jens Nikulássonar í Sviðnum á
á Breiðafirði, þegar bær hans brann og heimilisfólkið stóð
allslaust uppi.
Svipað mátti segja um smásöfnun handa systrunum í
Köldukinn í Dalasýslu, Alexíu og Kristbjörgu Jónsdætrum,
þegar bær þeirra brann til kaldra kola á einni nóttu.
Hin síðari ár hefur lítið eða ekkert verið um slíkar fjár-
safnanir, og félagsstjórn ekki borizt neinar slíkar beiðnir,
sem talizt hefur fært að sinna.
En þarna er óneitanlega um vandamál að ræða. Erfitt
yrði að sinna öllu, sem komið gæti í kjölfar slíkra fjár-
veitinga, þar eð einn teldist ekki síður öðrum hjálparþurfi.
Mun því bezt að miða hjálparstarf svona félagsskapar
við nokkuð þröng vébönd.
En blessun mun það veita að eiga þann andblæ góðvildar
og skilnings gagnvart erfiðleikum samferðafólksins, sem
félagið befur jafnan sýnt, og væri ekki til bóta að það
breyttist.
Og vel tók það nú síðast að hjálpa til að bæta úr skemmd-
um Reykhóla kirkju sem brotnaði í fárviðri í vetur 1968.
Menningarstarfsemi.
Sá þáttur, sem jafnan hefur verið rauði þráðurinn í við-
leitni Breiðfirðingafélagsins er menningarstarfsemi þess
Það hefur jafnan viljað koma fram sem arftaki á hug-
sjónarferli þess byggðarlags, sem ávallt hefur staðið meðal