Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 73
BREIÐFIRÐINGUR
71
Efndi hann það síðar. Og er hinn fagri prédikunarstóll
frá honum talinn hinn besti gripur, með ígreyptum mynd-
um klassiskra, kirkjulegra listaverka.
Svipaða afstöðu tók Breiðfirðingafélagið til kirkjubygg-
ingar á Reykhólum. En þar stóð það samt enn þá nær,
þar eð hugmyndina um Matthíasarkirkju þar og Minning-
arsjóð breiðfirzkra mæðra við kirkjuna var beinlínis frá
því kominn eins og áður er getið.
Þessi kirkjubygging féll vel að hugsjónum félagsins,
sem þá barðist beint og óbeint fyrir endurreisn Reykhóla
sem höfuðbóls í einhverri mynd og studdist þar við hug-
myndir og störf heimamanna í Reykhólasveit ekki sízt
Ingibjargar Þorgeirsdóttur, kennara frá Höllustöðum og
Sæmundar Björnssonar frá Hríshóli.
Mál þetta fékk þó vart byr undir vængi og inætti nokkr-
um misskilningi í byrjun. Komu fram ýmsar hugmyndir,
sem urðu til að tefja fyrir t. d. um sjóðstofnun til minning-
ar Eggerts Ólafssonar og fleira, sem aldrei varð annað
en orðin tóm.
En í fyllingu tímans, þegar farið var að byggja hina
nýju Reykhólakirkju, kom þessi hugmynd um Móðurkirkju
Matthíasar eða eða kannske öllu heldur Matthíasarkirkju
á Reykhólum aftur fram og naut nú bæði áhuga og skiln-
ings félagsmanna, enda var þá sr. Árelíus kominn til borgar-
innar og orðinn formaður félagsins.
Er þar stytzt frá að segja, að ekkert mun hafa verið
stutt betur í heimabyggðum með ráðum og dáð af hálfu
Breiðfirðingafélagsins.
Ánægjuleg ferð með 66 þátttakendum var farin í sept.
1958 og samkoma í Bjarkalundi og kirkjudagur með guðs-