Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 77
BREIÐFIRÐINGUR
75
starfsemi Breiðfirðingafélagsins að ekki sé minnzt á tvennt,
sem oft hefur verið rætt, en aldrei leitt fram til átaka.
Annað er Samband átthagafélaga í Reykjavík, en sú
hugmynd var lengi rædd og borin fram af Davíð Grímssyni.
Málið mun hafa strandað á almennu skilningsleysi for-
ystumanna í átthagafélögum borgarinnar, ekki sízt fyrir
mjög mikinn aðstöðumun þeirra í eignum og til samkomu-
halds.
Og svo mun einnig hafa skort sameiginleg áhugamál,
sem verkað gætu sem takmark og vakið eldmóð og átök.
Samt kemur þessi sambandshugmynd fram aftur og aft-
ur, þótt ár liði á milli og á sér sennilega framtíð þótt síð-
ar verði í fyllingu tímans. Hún bendir fram til aukins fé-
lagsþroska og víðsýnis, og það sást greinilega við fjáröflun
til björgunarskútunnar, hve vel samstarf tekst, ef stefnt er
samtaka að ákveðnu marki.
Onnur mikilsverð hugmynd, sem tæpt hefur verið á í
félagsstjórninni, hvað eftir annað, er framkvæmd til að
gera almennan og þjóðlegan sumarskemmtistað fyrir borg-
arbúa í Viðey, líkt og Helsinkibúar hafa gert í sinni sagn-
frægu eyju í nánd við borgina.
Þetta hefur þó alltaf setið fast. En nú er eyjan loks að
verða eign borgaranna í Reykjavík.
Og er þar þá ekki tilvalið verkefni fyrir átthagafélögin.
Þau gætu á svo margvíslegan hátt stutt að uppbyggingu og
framkvæmdum við slíkan þjóðgarð, til að sýna ræktarsemi
gömlum minningum átthaga sinna og sögu.
Bókasafn hefur félagið byrjað á að gera. En væri þar
ekki einmitt ástæða til að koma upp fullkomnu safni um