Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 79
B P.JE IÐFIRÐINGUR
77
En Sigurður Sveinsson gaf þarna landspildu, en síðar
féll allt í fyrnsku og mátti Heiði kallast „Landið gleymda".
Nú mun þó loks allt að komast á hreint með þessa dýr-
mætu eign. En það er hún, ef félagið skilur sitt hlutverk á
sviði ræktunar og þjóðrækni í framtíðinni. Landið var af-
hent í annað sinn með bréfi dags. 8. jan. 1959.
Kvikmyndagerð af ýmsum háttum og þáttum heimahaga
er eitt af framtíðarverkefnum félagsins, sem er algiört
menningarmál og má ekki vanrækja, en ekki hefur þar
verið næg framkvæmd.
Sú starfsemi er þó hafin og rædd 3. maí 1945. Og það
er Vigfús Sigurgeirsson, sem fyrstur tekur slíkar myndir.
Þá heldur Jón Halldórsson því starfi áfram og alltaf
hafa verið einhverjir, sem notað hafa kvikmyndavélar við
og við í ferðalögum, og mun félagið og félagsmenn eiga
nokkuð af lítt unnum myndum.
En betur má ef duga skal. Hér þarf að „klippa“ og at-
huga það sem fyrir er og skipuleggja markvist starf til
kvikmyndatöku.
Það má helzt ekki dragast neitt, svo ört fer auðn og
breytingar yfir byggðirnar heima við Breiðafjörð.
Menningarstarfsemi Breiðfirðingafélagsins er merkasta
viðleitni þess, það má aldrei gleymast.
Vel væri einnig, ef Breiðfirðingafélagið tæki nú til við
tvö af sínum stærstu menningarmálefnum frá fyrstu árun-
um, en það er viðreisn Reykhóla og barátta fyrir því, að
þar sé haldið áfram og gerður héraðsskóli í samræmi við
kröfur tímans og haldið áfram rannsóknum og tilraunum
á sjó og landi í framfaraátt.
En hitt er uppbygging Helgafells sem helgistaðar og