Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 80
78
BREIÐFIRÐINGUR
menntaseturs í framtíðinni og þá byggðasafns Breiðafjarð-
ar í sambandi við þann stað.
Með helgi fjallsins og minningu Guðrúnar Ósvifursdótt-
ur í baksýn ætti að verða hægur vandi að vinna slíkum hug-
sjónum framkvæmd og fylgi.
En til þess þarf að sjálfsögðu mikið og markvisst starf
og góða sívakandi forystu víðsýnna manna og vel menntaðra.
Að síðustu skal hér nefnt, að Breiðfirðingafélagið lagði
nokkurt fé til minningar um Ólafsdalshjónin, Guðlaugu
Zakaríasdóttur og Torfa Bjarnason, og margir félagar
mættu við afhjúpun myndastyttunnar 28. ág. 1955.
Vonandi á félagið eftir að vaka og taka virkan þátt í
ýmsum menningarmálum Breiðfirðinga heima og heiman
um langa og farsæla framtíð.
Félagsstarf semi.
í kaflanum hér að framan, þar sem sagt er frá starfs-
deildum Breiðfirðingafélagsins kemur að nokkru leyti
fram það sem hér um ræðir, og má því fara hér fljótt yfir
sögu.
En auðvitað er félagsstarfið, fundir og skemmtisamkom-
ur þátturinn, sem flestum er bezt kunnur í starfseminni,
sá þáttur, sem mestan svip hefur jafnan sett á alla sögu
þess frá upphafi.
Og þar er auðvitað starfið, sem stefnir að því, sem
stefnuskráin nefnir að halda við kynnum Breiðfirðinga hér
í borginni og veita þeim tækifæri til nýrra og aukinna
kynna og samfélags.
Fundir voru upphaflega margir að vetrinum, flestir 44