Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 81
BREIÐFIRBINCUR
79
árið 1946, og svo fjölmennir að undrun sætir nú, og einu
sinni bættust 70 manns í félagið á einu kvöldi. Mörg
hundruð manns söfnuðust saman í Oddfellow-höllinni og
Listamannaskálanum. Ræddi fólk þar áhugamál sín af
ákafa og oft nokkrum hita og skemmti sér síðan við söng
og dans langt fram á nætur.
Þá runnu fundir og skemmtanir eiginlega saman, fyrst
skylda málefnanna svo skemmtan á eftir og ræðutími var
takmarkaður við tvær mínútur.
Seinna urðu almennir fundir æ sjaldgæfari og svo má
heita, að nú eftir þrjátíu ára starfstímabil sé aðalfundurinn
aðeins eftir einn, og hann er mjög fámennur jafnan.
Reynt hefur samt verið að boða til almenns fundar og
síðast nú í nóv. 1967 og einmitt í Oddfellow-höllinni eins
og í gamla daga, en það var innan við 20 manns sem mætti
þar.
Helzt mætti því álíta, að sá grunnur gamalla kynna og átt-
hagaástar, sem hvatti fólk til funda og skemmtana fyrir
30 árum eða 20 árum sé nú brostinn, vinakynni á öðrum
vettvangi og önnur félagsleg viðfangsefni en málefni og
gleðskapur, hinn sanni framtíðargrundvöRur félagsstarfs-
ins.
En þeim mun fremur sem almennum fundum fækkar,
þeim mun nauðsynlegri eru stjórnarfundirnir og þeir eru
oft margir árlega og nefndarfundir í sambandi við þá.
Svo að segja öll málefni Breiðfirðingafélagsins eru nú
útkljáð á stjórnarfundum. Og stjórnin ákveður síðan
skemmtanir og kvöldvökur félagsins, sem oftast eru hálfs-
mánaðarleg spilakvöld að vetrinum, með dansi.
En þótt vel sé til þeirra vandað eru þau oftast illa sótt