Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 84
82
BREIÐFIRÐINGUR
svonefndu Breiðfirðingamót hér á fyrstu árum félagsins
og vita fáir hvað veldur.
Þau eru líkt og fjólubláir draumar á baktjaldi minning-
anna. En vonandi á framtíðin eftir að gefa slíkan „ele-
gansa“ aftur.
Aður hefur verið minnzt á þátt Breiðfirðingafélagsins í
útgáfu eða öllu heldur ritun Bergsveins Skúlasonar um at-
vinnuhætti og sérkenni í þjóðlífi breiðfirzkra byggða.
En það kom líkt og örlítil uppbót þess, að stærsta bók-
menntafyrirtæki eða hugmynd félagsins brást algjörlega í
framkvæmd, en það var Héraðsaga Dalasýslu.
Hugmynd að slíku riti kom fram þegar á fyrstu árum
félagsins, en ekkert var að henni unnið árum saman, en
þó lagt nokkurt fé til hliðar til styrktar málefni þessu,
ef til framkvæmda kæmi.
En árin liðu og ekkert virtist hægt að framkvæma með-
fram vegna þess, að enginn fékkst til að taka að sér rit-
stjórn í slíku stórvirki.
Það voru Dalamenn, sem áttu fyrstan og mestan þátt í
þessu merkilega máli og það var lagt fyrir almennan fund
í fyrsta sinni 12. nóv. 1942 af Jóni Emil Guðjónssyni. Og
á þeim fundi voru kosnir í nefnd til að vinna að Héraðs-
sögu Dalasýslu, þeir Jón Sigtryggsson og Guðbjörn Ja-
kobsson ásamt Jóni Emil, sem var formaður hennar.
Atti sagan að verða fróðleg og skemmtileg lýsing á lífi
og starfi kynslóðanna, sem lifað hafa og starfað í Dölum
vestur og áreiðanleg heimild, sem unnt væri að byggja á
vísindalegar athuganir og rannsóknir um þjóðhætti og menn-
ingu.