Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 85
BREIÐFIRÐINGUR
83
Fékk nefndin sagnfræðing, dr. Þorkel Jóhannesson, til
samstarfs um frumdrög verksins og kom þeim saman um,
að aðalþættir þess yrðu þrír:
Almenn saga.
Náttúrusaga og lýsing.
Bókmenntasaga.
Hélt nefndin 20 fundi á fyrsta ári sínu. Fjölluðu þeir
að mestu um fyrirhugað skipulag og niðurskipun verksins.
En þá var næst að afla fjár til útgáfunnar og hæfra
manna til að vinna að sjálfri sögurituninni. Hvorttveggja
virðist hafa reynzt mjög erfitt, en samt lagði Breiðfirðinga-
félagið fé til hliðar í þessum tilgangi og var það geymt í
sjóði í mörg ár, og ágætir menn lofuðust til ritstarfa síðar.
Þá var einnig gengið til samstarfs og aðstoðar leitað
heima í héraðinu sjálfu og kosnir þrír í héraðssögunefnd
í hverjum hreppi sýslunnar, valdi hreppsnefnd einn, ung-
mennafélag viðkomandi sveitar annan og kvenfélag þann
þriðja, þar sem slík félög voru til heima fyrir.
En þessar nefndir áttu að vinna að þríþættu verkefni:
Fjáröflun.
Ornefnasöfnun.
Söfnun alþýðufróðleiks.
Örnefnasöfnunin var unnin allvel víðast og þetta virð-
ist hafa orðið frumvaki þeirrar starfsemi á þessum slóðum.
En um árangur af söfnun alþýðufróðleiks það er frá-
sögnum af sérkennilegu fólki, þjóðsögum, kvæðum, ferða-
sögum og fróðleiksþáttum hefur minna heyrzt. Samt mun
það eitthvað hafa komið fram og er sumt birt í Breiðfirð-
ingi-
Ólafur Lárusson, prófessor, lofaði að rita fyrsta kafla