Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 86
84
BREIÐFIRÐINGUR
sögunnar, sem ná skyldi yfir landnámsöld að minnsta
kosti.
Dr. Jón Jóhannesson ætlaði að annast næsta bindi, sem
átti að ná til 1262.
Og loks tók Guðmundur Kjartansson að sér að rita hér-
aðslýsingu Dalasýslu og náttúrusögu héraðsins.
Vart mun þó nokkur þessara ágætu manna hafa verið
formlega ráðinn til verksins eða við þá samið um kaup
og kjör. Til þess skorti fé. Og nú var Breiðfirðingafélagið
einmitt að ráðast í húskaupin og þurfti þar á öllu sína að
halda og raunar miklu meira.
Það dróst því sífellt á langinn með sagnaritun þessa.
Hún er naumast nefnd árum saman.
Nafnarnir Jón Emil og Jón Sigtryggsson, sem áttu þessa
hugsjón af næmum skilningi og eldleguin áhuga hurfu
báðir úr stjórn félagsins, áður en það var 10 ára, og þeir,
sem tóku við, vissu naumast nógu mikið um þetta málefni
til að halda því vakandi.
En framgangur þess þurfti auðvitað sterk tök og mikla
baráttu.
Menn þeir, sem ætluðu að rita fyrstu bindin, létust báð-
ir á næsta áratug og hafa naumast tekið málaleitan fé-
lagsins það alvarlega, að þeir hafi þegar byrjað á svo viða-
miklu verki. (Sjá 2. árg. Breiðfirðings 1943).
Það má því segja, að allt hafi gegn því lagzt af örlag-
anna hönd.
Þetta hugsjónamál varð eins og ferðin, sem aldrei var
farin. Það hafði sitt gildi fyrir þá, sem að því unnu eða
komust í snertingu við það, jók þeim þroska og viðsýni og