Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 87
BREIÐFIRÐINGUR
85
plægði jarðveginn fyrir þá, sem síðar koma og eiga sömu
hugsjón til að koma í framkvæmd.
Og það gerði meira. Vegna þessarar viðleitni fór
fram örnefnasöfnun, sem varla mundi annars hafa verið
gjörð.
Og seinna var málið enn tekið upp og rætt í stjórn
Breiðfirðingafélagsins árið 1957. Voru þá valdir í nefnd
til að athuga málið þeir Ástvaldur Magnússon, Ólafur Jó-
hannesson og Björgúlfur Sigurðsson.
Ræddu þeir við hina fyrri nefndarmenn og var nú við-
horfið breytt og allt eða flest, sem áður var ákveðið talið
úr sögunni eftir 14 ára bið.
Samt var nokkur áhugi fyrir málinu og borin fram til-
laga um, að tekið yrði til framkvæmda við ritun og út-
gáfu að Héraðssögu Breiðfirðinga, eða Sögu byggðanna
við Breiðafjörð, en Héraðssaga Dalamanna þótti of tak-
mark svæði.
Nokkru síðar var sjóðurinn, sem safnast hafði til Hér-
sögunnar lagður til starfsemi sr. Jón Guðnasonar, sem ár-
um saman hefur unnið að ættfræði og sagnritun í sambandi
við breiðfirzkar byggðir.
Ennfremur var Bergsveinn Skúlason hvattur til ritstarfa
um breiðfirzk fræði og starfshætti og styrktur nokkuð úr
félagssjóði eins og áður er getið, en fleiri hafa ekki fengizt
enn þennan síðasta áratug í ævi félagsins til að sinna þessu
merkilega ritverki.
Nefndin vann ásamt stjórn félagsins að útfærslu hinnar
síðari liugmyndar um Héraðssögu Breiðafjarðar, sem nú
var nefnd svo, og gerði áætlun um, að hún yrði í níu aðal-
þáttum, sem nefndir voru: