Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 88
86
BREIÐFIRÐINGUR
1. Breiðfirzkar höfðingjaættir.
2. Sæfarar.
3. Frelsishreyfingar og stjórnmál.
4. Merkisklerkar.
5. Saga Flateyjar.
6. Jarðfræði og náttúra.
7. Búskaparhættir í Breiðafjarðareyjum.
8 Sögur og sagnir.
9. Breiðfirzk skáld.
Þótt segja megi, að ekkert af þessu hafi enn orðið bein-
línis eins og ætlað var, hefur þó verið um þetta hugsað og
vissulega mætti bæta þarna við tíunda þættinum, sem gæti
heitið Breiðfirzk höfuðból. Og um Búskaparhætti í Breiða-
fjarðareyjum hefur Bergsveinn Skúlason nú þegar ritað
beint fyrir hvatningu nefndarinnar.
Hitt tilheyrir allt framtíðarstarfi félagsins, og ætti að
hefjast sem fyrst handa við það.
Breiðfirðingafélagið gaf út ljóð eftir Jens Hermannsson,
en hann ánafnaði félaginu ljóðahandrit sín eftir sinn dag.
Og eitthvað mun félagið hafa hvatt hann og styrkt við
söfnun og útgáfu sagna um breiðfirzka sjómenn, sem er
tvímælalaust hið vinsælasta, sem ritað hefur verið um
breiðfirzkar sagnir og alþýðlegan fróðleik og löngu uppselt.
Það kom út áður en hann lézt, en ljóðasafnið árið 1955.
Tímaritið Breiðfirðingur er hins vegar hið eina í út-
gáfustarfsemi félagsins, sem það hefur annazt algjörlega
og hefur hann nú komið út í 25 ár.
Segja má þó, að hann hafi borið sig fjárhagslega að
mestu án styrks frá félaginu, en þó með því móti, að öll
störf við ritið hafa verið lítt eða ekki launuð. En þetta er