Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 94
92
BREIÐFIRÐINGUR
angurblíðri kennd og hjartans þökk, líkt og snerting af
fingrum Guðs.
Líklega verður slíkur hópur aldrei samstilltur framar.
En auðvelt ætti svona samtökum að styrkja einfaldan eða
tvöfaldan kvartett til starfa, sem sungið gæti við ýmis
tækifæri á vegum félagsins og oftar.
Hér er húsnæði til æfinga, nokkur fjárráð, einhver skiln-
ingur. Vantar nokkuð nema framtak og samtök þeirra, sem
hafa gáfuna og áhugann til að skapa öðrum svipaðar sól-
skinsstundir söngva og ljóða, sem Breiðfirðingakórinn gaf?
Borgin er sannarlega of fátæk af fólki, sem þannig
byggir upp saklausan unað og sólskin innra fyrir andann,
þótt ytra herði frost og kynngi snjó.
Hvað mundi betur hæfa takmarki og stefnu félagsins?
Hvað mundi betur sanna minningu frá breiðfirzkum ljóða-
löndum og söngvasetrum, þar sem hver staður og hvamm-
ur vitnar um skáldskap og hljóma.
Málfundadeildin „Breiðafjörður“.
Hún mun vera önnur elzta deild félagsins, stofnuð á
fyrstu árum þess og vann þá af eldmóði. Hélt marga fundi
árlega og ræddi málefni eins og framtíð Reykhóla, sagna-
persónur Laxdælu o.fl. o.fl.
í Reykhólamálinu komu fram margar viturlegar tillögur,
ekki sízt þegar Gísla Jónssyni, alþingismanni, var boðið
á fund.
Hafa sumar þessar hugmyndir nú þegar orðið að veru-
leika í uppbyggingu þessa merka höfuðbóls, en aðrar eiga
vafalaust eftir að verða það.