Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 95
BREIÐFIRÐINGUR
93
Forystu í þessari deild höfðu ýmsir, en fáir lengi í einu.
Friðjón Þórðarson, sýslumaður, var eitt ár og Sigríður
Þorláksdóttir nokkur ár. En á þeim árum hafði deildin
meðal annars sérstaka árshátíð.
Síðustu árin hefur þessi deild þó sofið að mestu og er
það dapurlegt.
Hverjir ættu fremur að efla orðsins snilli en arftakar
Snorra Sturlusonar, Gests Oddleifssonar, Snorra goða,
Matthíasar Jochumssonar og annarra breiðfirzkra andans
manna.
En eigi slík starfsemi að njóta sín og ná tilgangi sínum,
þá verður að vinna markvisst og á föstum grundvelli. Hafa
helzt vikulegar æfingar að vetrinum með skipulegri upp-
hyggingu, góðri leiðbeiningu eða kennslu í framsögu og
framkomu.
Stutt námskeið með krafti eru þar miklu betri en langur
tími, sem rennur meira eða minna út í sandinn.
Mælskunámskeið með amerísku sniði væru ágæt til að
koma nýju lífi í svona deildir, og nota þá segulbönd og
leiðbeiningarbækur, fá góðan kennara.
Þarna ætti Breiðfirðingafélagið að hefjast handa og eign-
ast einmitt fylgi unga fólksins á þennan hátt.
Margir þurfa að kunna tök á að koma fram opinberlega
nú á dögum, en þora ekki, og njóta sín svo ef til vill aldrei
til fulls.
Þarna gæti málfundadeildin Breiðfirðingur komið mörg-
um til aðstoðar og beinlínis stutt og styrkt fyrstu sporin á
framabraut.
Við eigum arf, sem vel þarf að ávaxta og varðveita. Það