Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 98
96
BREIÐFIRÐINGUR
Ekki munu það sízt hafa verið konur, sem bera sama
nafn, sem þarna unnu mest að og lögðu fánann fram að
gjöf á góðri stundu, þær Guðrún Sigurðardóttir, kona 01-
afs Jóhannessonar og Guðrún Bjartmarz, kona heiðurfé-
lagans Óskars Bjartmarz.
Á öllum helztu og stærstu hátíðastundum félagsins skart-
ar fáninn handbragði kvenna í handavinnudeild, minnir
á fórnarlund þeirra og listrænt handbragð. En upphafs-
maður fánans var Jón Emil og í nefnd til framkvæmda voru
Guðmundur Benediktsson, Helgi Konráðsson og Elín Jóns-
dóttir.
Eins má gjarnan minna á það hér, að handavinnudeildin
vinnur oft mikið og gott starf í sambandi við jólaglaðning
og að framleiðslu og undirbúning á samkomum aldraðra
Breiðfirðinga, en þar stendur Helga Oddsdóttir oftast
fremst, eins og áður er getið.
Líklega væri það verðugt verkefni deildarinnar að at-
huga, hvort ekki væri rétt að undirbúa árlega bazar til
eflingar Minningarsjóði eða öðrum áhugamálum félagsins.
Það mundi gefa byr undir vængi og vekja til nýrra og
stöðugra athafna, ekki sízt með því, að hafa föndurnám-
skeið í nýtízkuformi að öðru hvoru og kaffikvöld, þá yrði
þessi hannyrðaflokkur Breiðfirðingafélagsins sístarfandi
án mikils erfiðis, en til mikillar ánægju bæði fyrir þátt-
takendur og njótendur starfsins.
Forstöðukona þessarar deildar nú er frá Kristín Ingveld-
ur Valdemarsdóttir, kona Jóhannesar Ólafssonar.