Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 100
98
BREIÐFIRÐINGUR
Svo mikill áhugi og eining hefur ríkt í tafldeildinni, að
talið er til undantekninga, ef ekki mæta allir á hverja ein-
ustu æfingu, sem var þó í fyrstunni að minnsta kosti viku-
lega.
Lengst allra hefur Bergsveinn Jónsson sundhallarvörður
frá Vattarnesi í Múlasveit í Barðastrandasýslu verið for-
maður þessarar deildar og sýnt frábæra árvekni og þolgæði
ásamt þeirri festu, sem öllum félagssamtökum er svo nauð-
synleg eigi þau að verða annað en dægurflugur, sem lifna
og deyja í senn.
Tafldeildin hefur aldrei verið fjölmenn, um 30 manns,
en hún hefur verið einn hinna traustu hornsteina undir
starfsemi félagsins, örugg við sitt starf að glæða hugsun
og drenglund í göfugum leik, sem telja verður eitt af
traustum rótum á menningarmeiði norrænna erfða aftan úr
grárri fornöld.
Hún hefur oft keppt við aðrar slíkar tafldeildir borgar-
innar og tapað eða unnið eftir atvikum.
Helztu sigrar eru í keppni við Rafmagnsveitu Reykja-
víkur, lögregluna, starfsmenn Áhaldahúsi Reykjavíkur og
við Húnvetninga.
Meðal þeirra, sem telja má helztu skákmeistara félags-
ins má telja: Jóhannes Halldórsson, Hilmar Viggósson og
Egil Valgeirsson, en sjálfsagt hafa margir fleiri getið sér
frægðarorð, þótt ekki hafi verið fylgzt með því svo sem
skyldi.
Bridgedeild Breiðfirðingafélagsins
Var stofnað 8. janúar 1950. Var það gert að tilhlutan
stjórnar Breiðfirðingafélagsins, sem skipaði þriggja manna