Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 102
100
BREIÐFIRÐINGUR
nefncl til að annast undirbúninginn. Á stofnfundi voru
skráðir 22 félagar og á framhaldsstofnfundi, sem haldinn
var 5. febrúar s. á. bættust 18 í hópinn, svo stofnfélagar
töldust 40.
Á fyrsta starfsári deildarinnar voru haldin 6 spilakvöld,
en síðan hefur verið spilað á hverju þriðjudagskvöldi, á
tímabilinu okt.-apr. ár hvert, að undanskyldu tímabili um
jólin. Fyrstu árin var spilað á rishæð í Breiðfirðingabúð en
síðar, er þátttaka óx, var flutt niður og spilað þar þangað
til á síðasta hausti, að deildin flutti starfsemi sína í Tjarn-
arbúð.
í fyrstu var það skilyrði fyrir inngöngu í deildina, að
viðkomandi væri félagi í Breiðfirðingafélaginu. Brátt var
þó slakað á því skilyrði, þar sem ýmsum þótti miður, að
koma ekki spilafélögum sínum að, ef þeir voru ekki tækir
í Breiðfirðingafélagið. Fór svo að lokum, eftir að deildin
hafði gengið í Bridgesamband Islands, að lögum hennar
var breytt á þann veg, að hún stendur nú öllum opin, án
tillits til ætternis, mægða eða fyrri dvalarstaða.
Félögum deildarinnar hefur fjölgað smátt og smátt, sér-
staklega eftir að hún gekk í Bridgesambandið. 1964—’69
voru félagar orðnir stórt hundrað að tölu, en voru síðast-
liðinn vetur um 90, allt virkir félagar.
Eftir að deildin gerðist aðili að Bridgesambandi íslands,
í janúar 1961, hafa fjölda margir spilarar frá henni tekið
þátt í flestum opinberum mótum, sem hér hafa verið haldin,
með mjög viðunandi árangri. Ennfremur keppir deildin við
ýms önnur bridgefélög, bæði hér í bæ og utan af landi, og
hefur reynzt sigursæl í þeim keppnum.
Hitt er þó meira um vert, að deildin hefur fengið á sig