Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 105
BREIÐFIRÐINGUR
103
hverju sumri. Hafa þar auðvitað margir notið góðs af,
en einkum hafa þessar ferðir verið miðaðar við félags-
fólkið í Breiðfirðingafélaginu, óskir þess og aðstæður allar.
Fyrstu árin voru stundum margar hópferðir á sumri
hverju. Þær voru undirbúnar af sérstakri ferðanefnd, sem
starfaði af mikilli forsjá og dugnaði og þá oftast undir
forystu Guðbjörns Jakobssonar.
Félagið var þá að þessu leyti eins og ferðafélag og skipu-
lagði ferðir á vissa staða eftir föngum, og þá einkum vestur.
Munu allt að heilum tugi ferða hafa verið sum árin
og þá víða lagt land undir fót og hjól.
Var ferðanefnd félagsins skylt að leggja fram ferðaáætl-
un sína yfir hvert sumar, ekki seinna en í aprílmánuði ár
hvert.
Voru þá kosnir tveir menn úr hverri af sýslunum þremur
í þessa nefnd.
Og Jóhannes Ólafsson, sem nú er formaður félagsins, var
ein aðaldriffjöðrin í þessu starfi ásamt Guðbirni Jakobssyni.
Sumarið 1944 voru farnar 9 ferðir og voru þátttakendur
samtals um 330, og var ferðin um Snæfellsnes fjölmenn-
ust eða um 109 manns.
Vinsælustu ferðirnar voru kringum Klofning og síðar
„fyrir Snæfellsjökul“, sem svo er nefnt. En hin síðari ár
hefur mörgum fundizt ný uppspretta náttúrufegurðar hafa
opnast við leiðina vestur á Vestfirði, ekki sízt í Vatnsdal
á Barðaströnd og Vattardal í Múlasveit, að ógleymdum
Bjarkalundi, sem nú er að verða bæði viðkomustaður og
dvalarstaður í sumarleyfum Breiðfirðinga úr hvert.
Annars hefur öll aðstaða breytzt svo mjög síðari ár við
tilkomu ferðafélaga og ferðaskrifstofa, að forysta Breið-