Breiðfirðingur - 01.04.1968, Side 109
BREIÐFIRÐINGUR
107
En vel mættu átthagafélögin ætíð vinna gegn afmönn-
um og hópkennd borgaralífsins og þeirri niðurlægingu,
sem því getur fylgt að verða aðeins hjól í vél tækninnar
á skrifstofum og í verksmiðjum.
íslendingar mega aldrei verða sálarlaus múgur.
Þannig er margs að minnast í sambandi við hin 30 ár
Breiðfirðingafélagsins.
Dómur sögunnar um það í vitund þjóðarinnar mun verða
sá, að þrátt fyrir allt, sem áfátt kann að reynast, einhver
mistök og eitthvert tómlæti, þá hafi það samt staðið á verði
um hið bezta í arfi kynslóðanna, átthagaást og órofatryggð
við ættarbyggð. En þar munu hinar traustustu og seigustu
rætur í sögu og mennt hverrar þjóðar í ættjarðarást og
helgum hugsjónum.
En einmitt þetta býr að baki allri starfsemi félagsins er
aflvaki hennar og líftaug í senn.
Aldrei fremur en á tímum umróts og byltingu í lífi þjóða
er þörf fyrir slíka varðstöðu gagnvart hinu liðna, slík
tengsl milli fortíðar, nútíðar og framtíðar, sem vökul og
starfandi átthagafélög geta skapað, því „rótarslitinn visn-
ar vísir.“
Það er ekki út í bláinn, hve hrifnir Breiðfirðingar urðu
af ræðu heiðursfélaga síns Valdimars Björnssonar árið
1944, þjóðhátíðarárið, þegar hann sagði frá átthagatryggð
og baráttu landanna vestra gagnvart öllu, sem íslenzkt er.
Það gæti orðið sama aðstaða eða svipuð hjá borgarbúa
nútímans gagnvart heimahögum, þar sem sóleyjar vaxa og
brönugras ilma, þegar hann eigrar einmana um asfalt-
stræti borgarinnar og veit varla, hvort hann er Islendingur
lengur.