Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 113
BREIÐFIRÐINGUR
111
fyr aldanna straum
og afléttu deyfðanna hjúpi
og drag þér af augum,
hvert dapurlegt ský,
sem dylur þér heiminn
og fremdaljós ný.
Þannig söng Steingrímur eftir að hafa alizt upp við
söngva árgalanna, sem áður voru vaknaðir til gleðinnar
yfir birtu morgunsins og vonum, sem gáfu nýja útsýn um
nýjan og batnandi heim.
En það varð að kenna fólkinu, svo að það gæti notið
þessa nýja umhverfis, forðast gamla drauga en fundið, hve
mikils virði var að eiga frelsi til athafna og eigin upp-
byggingar.
En þá var óhægra um vik við fræðslustörfin en nú er með
sjónvarpi, dagblöðum og bókum fyrir utan alla fræðslu
skólanna.
Fjölmiðlunartæki nútímans voru þá flest eða öllu að-
eins óljósar hugmyndir í ævintýrum og þjóðsögum. Hlið-
skjálf goðsagnanna og fljúgandi klæði barnaleikja og þjóð-
sagna nægðu þá enn sem fallegir draumar annað ekki, og
þóttu að vonum nokkuð barnaleg tæki og fjærri hörðum
raunveruleikanum.
En prentlistin var til og hinu prentaða orði ætlað mikið
og göfugt hlutverk. Allt, sem í bókum stóð var og varð
áhrifamikið, og naumast talið þurfa annað en koma ein-
hverju á prent til þess að gjöra það að veruleika í lífi
fólksins og þjóðanna.
Og satt að segja var vald hins prentaða orðs geipimikið
og miklu meira þá en nú, og eru þó áhrif þess býsna drjúg,