Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 116
114
BREIÐFIRÐINGUR
Það leynir sér hvorki framkoma né takmark þeirrar ferðar,
sem þessi gestur átti að tileinka sér á göngu sinni.
Hann átti að færa fréttir frá umheiminum eftir föngum,
bera menningarstrauma suðrænna mennta til þessa jökul-
lands, verða brunnur fróðleiks og þekkingar um það, sem
mestu varðar, og kurteisi og einurð skyldi samanfléttað í
framsetningu og málfari, svo að ekki særði um of og yrði
samt sagt það, sem segja þyrfti.
Tímarit þetta var auðvitað fyrst og fremst ætlað Vestur-
landi. Þeir, sem að því stóðu þóttust vissir um forystuhlut-
verk síns héraðs. En málefni þess snertu alþjóð og urðu
áreiðanlega til vakningar og framfara allri framtíð Islend-
inga fram á þennan dag, þótt flest sé nú gleymt eða móðu
hulið.
Gestur var lesinn og ræddur af þeim, sem þá strax eða
síðar gjörðu hugmyndir hans og hugsjónir að veruleika í
daglegu lífi þjóðarinnar.
Það er ekki einu sinni víst, að við hefðum eignazt Jón
Sigurðsson eða Torfa í Olafsdal á sama hátt og varð ef
hugmyndanna, sem þetta prentaða mál bar inn á heimilin
hefði ekki notið við.
Margt smátt gerir eitt stórt. Og hvað er hér smátt og
hvað er stórt? Þess er oft ekki getið né eftir því tekið,
hvernig þjóðlíf og saga er samslungið þúsundum þátta til
böls eða blessunar ótal einstaklingum.
Gestur Vestfirðingur kom fyrst út fyrir 120 árum ná-
kvæmlega eða vorið 1847. Hann var ársrit og árgangarnir
urðu aðeins fjórir. Það var erfitt að gefa út bækur þá og
sízt til hagnaðar að dreifa ritum út í strjálbýli veglausra
og samgöngulítilla byggða.