Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 123
BREIÐFIRÐINGUR
121
og öflugri sóttvörnum. Og sannarlega hefur það breytzt til
batnaðar, svo að kraftaverk má teljast á þeirri öld, sem
síðan er liðin.
Þar eru hugsuðir þessa tímarits Breiðfirðinga forsjáir.
Og nú er líka svörula vinnufólkið úr sögunni í þeim skiln-
ingi, sem þá var. Nú eru allir jafnir að heita má. Og allir
gera kröfur til allra um allt, sem í hugann kemur.
Og sannarlega hefur það sína kosti — en líka sína galla.
Lausamennskubréf eru ekki lengur til ama, en verkföllin
velgja ekki síður undir uggum, ekki sízt þeim, sem eiga
að sætta og semja.
Eitt af því, sem Gestur berst mikið fyrir er aukin læknis-
þjónusta, enda eru þá aðeins tveir læknar á öllum Vest-
fjörðum, þrátt fyrir skort á samgöngum og samgöngutækj-
um. Þá er nú ekki aldeilis um bíla né flugvélar að ræða,
enda hvorki vegir né flugvellir í hugum fólks, hvað þá í
landinu.
í sumar sýslur t. d. Strandasýslu og Barðastrandasýslu
hafði naumast komið læknir í vitjun til sjúklings í 30 ár.
Aldrei í Strandasýslu en þrisvar í Barðastrandasýslu og með
þeirn árangri að fólkið var hræddara við lækninn en dauð-
ann, og helzt sá ótti hjá eldra fólki sums staðar enn í dag.
Slíka fordóma vill Gestur að sjálfsögðu þagga niður, en
ekki hefur það gengið vel, þótt læknar séu nú margir og
mikils virtir.
Að síðustu skulu svo tekin hér orðrétt ummæli Gests um
bændur, presta og drykkjumenn. En að sjálfsögðu eru það
aðeins örstuttir kaflar valdir af handahófi. En bændur
metur hann mest. Prestar eru misjafnir í meira lagi, að
hans dómi, en þó batnandi. Drykkjumenn eru hins vegar