Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 125
BREIÐFIRÐINGUR
123
Víða hafa prestar þó þeytt frá sér víneitursflöskunni og
vonandi fylgja aðrir dæmi þeirra.
Um búnað í kirkjum segir Gestur: Hörmulegt er að sjá
messuskrúðann í kirkjunum. Sums staðar afgamlar flíkur
frá páfaöldum, svo það sem presturinn klæðist í, þegar
mest á að hafa við, er til athlægis eins og á trúð, og vart
mundu smaladrengir vilja við því líta, þótt þeim væru úr
því flíkur skornar.
En svo bætir höfundur greinarinnar við: Þó má telja
til undantekningar kirkjuna í Flatey, sem á tvo prýðilega
hökla, altarisdúk, brún og klæði, svo og gyllt minnisspjöld
yfir heldra fólk. En þetta eru gjafir frá sóknarpresti og
konu hans.
Að lokum segir svo Gestur Vestfirðingur þetta um skað-
ræði ofdrykkjunnar:
Þegar verður á milli ofdrykkjutímanna hjá brennivíns-
mönnum, eru þeir allir af manni gengnir og óhæfir til
allra starfa. Útlimir þeirra riða og skjálfa, innanbrjósts
er flökurleiki, þorsti, magnleysi, matarólyst, hugarvíl og
geðgremja. Höfuðið þjáist af rugli, svima og verk.
Víndrykkjan bleytir mænu og krafttaugar heilans, svipt-
ir þessi líffæri þrótti og afli, nefið verður koparlitað, aug-
un döpur. Oft ber við að drykkjumaður fái brunasár innan
í magann og þá magakrabba. Af brennivínsdrykkju koma
ígerðir í heila og lungu, lifrin bráðnar og leysist upp en
nýrun bólgna.
Sumir fá ólæknandi rýrnunarsótt, aðrir hjartveiki, magn-
leysi og þrálátan niðurgang.
Loks fær drykkjumaðurinn brennivínsslag, logar upp að
innan og deyr sviplega.“