Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 129
BREIÐFIRÐINGUR
127
kollinn upp úr sjónum rétt fyrir aftan bátinn, hann deyf
sér bráðlega aftur og aftur, og svo komu fleiri hausar, sem
gægðust upp úr haffletinum. Mér fór að verða „um og ó“,
hvað átti ég að gera, ef þeir réðust á bátinn og mig? Ég
var alveg varnarlaus. En sjálfsbjargarhvötin rak mig áfram,
ég vissi af ár uppi á sátunum, ef ég næði í hana væri mér
borgið, ég gæti máske hrætt þá. Nú fylltist unga brjóstið af
áhuga, ég mátti ekki sleppa stýrinu og ekki verða hrædd,
það sagði faðir minn. Horfurnar voru hreint ekki glæsilegar.
Nú datt mér ráð í hug, ég tók af mér skýluklútinn og
batt hann um stýrissveifina og hinum endanum um drag-
reipisnaglann, nú var stýrið fast, svo hafði ég hröð hand-
tök og náði í árina og lét hana þvert yfir skutinn. Þetta
var mikið öryggi, og nú færðist allt í betra horf, en ekki
mátti ég hreyfa mig mikið, svo báturinn tæki ekki dýfur,
en heldur gáraði á sjóinn við þetta. Mér fór að líða betur,
en oft hvörfluðu augun til lands og lengi var tíminn að líða.
Mikið var ég fegin þegar ég heyrði mótorhljóðið nálgast.
Mér var borgið.
Síðan var sett taug í bátinn og hann dreginn til lands.
Þegar komið var að bryggju í Stykkishólmi, var þar
komið margmenni og einn úr hópnum kallaði til föður
míns: „Árni, ætlarðu að fyrirgera dóttur þinni“. En hann
svaraði: „Nei, hún Sigga mín er enginn aukvisi.”
Og nú var ég umvafin óttaleysi og ekkert fjær skapi en
kannast við að hafa verið smeyk.
„Melrakkaeyjar“ er eyjaklasi suð-vestur frá Búðarnesi,
sem tilheyrir Viðvík.
Áður en faðir minn fluttist að Viðvík frá Ogri, það mun
hafa verið 1894, þá var búið bæði í Tanga og í Búðarnesi.