Breiðfirðingur - 01.04.1970, Blaðsíða 8
6
BREIÐFIRÐINGUR
á varir hvers, sem íslenzka tungu kunna, eru breiðfirzkari
í eðli sínu, heldur en „0, fögur er vor fósturjörð“, Hlíðin
mín fríða“ og „Vorið er komið.“
I rauninni er ekkert kvæði sem ég hef heyrt breiðfirzkara
en „Vorið er komið“. Þar sem talað er um að gilin fossi
af brún, en þó er þetta kvæði sem talað út úr hjarta og
hugsun, hvers einasta íslenzks barns, og sýnir það glöggt
hve vordýrðin við Breiðafjörð er heillandi, innileg og
barnsleg, gerir jafnvel hina gömlu og þreyttu að börnum,
sem gleðjast yfir víðsýni og vonum, bernskuljóðum og blíð-
um minningum, sem líða um hugann svífandi á engla-
vængjum snjóhvítra vorskýja.
En Breiðafjörður geymir í minningum sínum nöfn fleiri
ágætra sona, og munu fá íslenzk héruð hafa fleirum fram
að tefla. Tökum til dæmis Sigurð Breiðfjörð og ástaróð
hans til átthaga sinna, eins og „Móðir jörð hvar maður
fæðist“ eða „Sólin klár á hveli heiða“. Ekki má gleyma
Matthíasi eða því að einn hans spámannlegasti, fegursti og
frægasti óður „Leiðsla“ eða „Andinn mig hreif“ ber þess
öll merki að vera fyrst og fremst óður breiðfirzka smal-