Breiðfirðingur - 01.04.1970, Blaðsíða 26
24
BREIÐFIRÐINGUR
margvíslegrar fræðslu, leiðbeiningar og aðstoðar hjá hin-
um fullorðnu og samfélaginu, en hugsjónin, hreyfingin væri
fyrst og fremst æskunnar sjálfrar, nýtt framlag nýrrar kyn-
slóðar til menningarinnar, já, ný tízka til að leysa af hólmi
hippiskuna, hítilmennskuna og poppið eða hvað það nú
heitir allt þetta, sem unglingarnir eru að hóa sig saman í
nú á dögum. Myndi æskan geta kosið sér veglegra hlutverk
né stærri gjöf handa sjálfri sér — og framtíðinni? í hennar
höndum er morgundagurinn, framtíðin. Á æskunnar valdi
er það fyrst og fremst að umbreyta henni til hins betra.
Ungu kynslóðinni einni væri það t. d .mögulegt að skapa
áfengis- og eiturnautnalaust mannlíf, sem auðvitað er meg-
ingrundvöllur þess, að heilbrigt líf geti orðið að nokkurn
veginn samfélagslegri staðreynd. Segjum að slíkt krafta-
verk skeði, væri orðið að raunveruleika að 50—60 árum
liðnum, hversu önnur og fegurri mannlífsásýnd myndi þá
ekki við blasa, er öll hin gamla eiturnautnasjúka kynslóð
væri til moldar gengin? Hvers virði væru tunglferðir og
geimskot hjá slíkum aldahvörfum?
Og hver yrði dómur sögunnar um þá gæfusömu kynslóð,
er slíku hefði til vegar komið?
Ingibjörg Þorgeirsdóttir