Breiðfirðingur - 01.04.1970, Side 68
66
BREIÐFIRÐINGUR
tíu ára afmæli fundanna. En hann var allur, áður en næsti
fundur yrði haldinn.
En Kollabúðafundir urðu alls 20 og eru þá ekki taldir
með tveir fundir síðar, 1891 og 1895, enda voru þeir ekki
málefnalega í beinum tengslum við hina eiginlegu Kolla-
búðafundi.
Hvað gerðist þá á þessum merkilegu fundum? Hvers
vegna á að geyma minninguna um þá? Hvers vegna má það
ljós, sem þar var kveikt ekki slokkna, sá eldur sem þar var
tendraður ekki kulna?
I þessu östutta erindi verður svörum við þessum spurn-
ingum harla mjög í hóf stillt hvað málalengingar snertir,
enda ekki svo hægt um vik, þegar fundagerðir fyrirfinnast
engar.
En samt er hægt að sjá og finna margt, sem hugsuðir
síðari ára hafa uppgötvað, skýrt og skilið eins og áður er
getið um Lúðvík Kristjánsson.
Mitt hlutverk er aðeins að minna á, bera fram þær kræs-
ingar, sem aðrir hafa matreitt andlega talað.
Hið fyrsta og stærsta um árangur Kollabúðafunda er
sú frelsisþrá, sem þeir tendruðu sú vorbjarta ættjarðarást
og þær vonir, sem þeir kveiktu og efldu. I öðru lagi mætti
nefna þá hvatningu og uppörvun, sem þeir veittu Jóni Sig-
urðssyni og þær hugsjónir, sem þeir ýmist gáfu honum eða
skýrðu fyrir honum og þær djúpu og víðfeðmu rætur í
íslenzku þjóðlífi, sem þeir skópu beint og óbeint áhuga-
málum hans og viðfangsefnum. Hann stóð alltaf í beinu og
vinsamlegu bréfasambandi við höfðingja þá og hugsjóna-
menn, sem að fundunum stóðu.
Þá voru fundirnir á Kollabúðum í skeleggri andstöðu