Breiðfirðingur - 01.04.1987, Qupperneq 78
76
BREIÐFIRÐINGUR
yfir miklum auðlindum til sjávar, sem hefur aukið lífsmögu-
leika til betri afkomu, enda hefur útgerðin tekið miklum
breytingum og skipafloti stækkað allmikið frá fyrri tíð.
Fyrr á öldum kom snemma fram vitneskja um hin feng-
sælu fiskimið, sem varð til þess að fólk úr öðrum byggðum
svæðum leiddi hugann að búsetu á Snæfellsnesi með von um
betri lífsafkomu vegna góðra fiskimiða, sem löngum hefur
haldist í gegnum tíðina eins og vitað er, og verður ávallt
frumskilyrði þeirra, sem á þessum stöðum búa. Þess hefur
verið getið að þegar hinir fyrstu byggðakjarnar mynduðust á
íslandi, þá er talið að það hafi verið norðanvert við Snæfells-
nesfjallgarðinn og vestur fyrir Snæfellsjökul.
Það verður að ætla að kauptúnin þrjú, Stykkishólmur,
Ólafsvík og Hellissandur ásamt sveitarfélögum, muni hafa
notið góðs af fengsælum fiskimiðum á Breiðafirði og við
Snæfellsnes. Að vísu hefur einkum verið getið um Gufu-
skála og Rif frá fornri tíð varðandi fengsæl fiskimið, en það
er löngu fyrir mitt minni. Þó má geta þess að á mínum ungl-
ingsárum, sá ég menjar þessa tíma, setningarraufar á fjöru-
hellum eftir kjöl seglbátanna í lendingarstað þeirra við
Gufuskála, svo ekki verður efast um staðreyndir á útgerð
snemma á öldum á útnesjum Snæfellsness, sem oft er til
vitnað.
En sú byggðasaga er löng og mér er ekki kunnugt um
hvort nóg hafi verið gert að því að kynna hana mannlífinu
fyrir vestan, um sögustaði og athafnir frá liðnum áratugum,
því þar er að finna mikinn fróðleik fyrir samtíðina og fram-
tíðina um Snæfellsnesið. En það komu margir menn úr ná-
grannabyggðum til vertíðar á Hellissandi áður fyrr þegar ég
var að alast upp, og er þetta mér minnisstætt frá þeim tíma,
einnig höfðu útvegsbændur vinnumenn til ársdvalar, enda
höfðu þeir þar nokkurn fjárbúskap.
Þar hafa myndast byggðakjarnar vegna útgerðar, enda
hefur fólki fjölgað af slíku athafnalífi, þó stutt sé í kletta-
strönd og björg. Einnig eru þar talsvert stórar grasbreiður,
en krían á þar varpsvæði og svo hefur verið um mannsaldra.