Breiðfirðingur - 01.04.1987, Side 80
78
BREIÐFIRÐINGUR
bauð mér sumarvinnu, að taka að mér það embætti að passa
kýrnar fyrir þorpsbúa, sem áttu þær, en þær voru 30 talsins.
Að launum fengi ég kr. 8,00 fyrir hvern grip yfir sumarið. Ég
tók þessu tilboði, enda þekkti ég vel til nautgripa vegna veru
minnar í sveitinni.
Mitt verk var að fara með kýrnar til beitar á morgnana og
sækja þær seinni hluta dags, en það tók marga klukkutíma
hverju sinni. Kýrnar rásuðu mikið, en það er þeirra vani.
Þær sóttu mikið til fjalla, einkum Skarðsheiðar, sem áður er
getið, enda var þar að hafa kjarngóða beit og settu þær ekki
fyrir sig umtalsverða vegalengd og vatnsföll. Ég leitaði eftir
því að finna þeim bestu haga, en það kostaði mikla yfirlegu
og pössun. Kýrnar skiluðu frábærri nyt, sem var mitt áhuga-
mál, það fékk ég goldið með ánægju og þakklæti eigenda
þessara nytjaskepna. Eftir þetta sumar stundaði ég þá vinnu
sem til féll, bæði til lands og sjávar. Árin liðu og ýmislegt
leitaði á hugann um mannleg umsvif. Félagsmálastörf voru
umtalsverðir þættir í lífi þessara beggja kauptúna á mínum
uppeldisárum. Á Hellissandi voru að minnsta kosti fjögur
félagssamtök.
Kvenfélag, sem vann að hjálpar- og líknarmálum og lét sig
varða ýmsa aðstoð við börn og mæður, ef um veikindi var að
ræða og þá margs konar góðgerðarstarfsemi.
Verkalýðsfélag, sem vann að stéttarmálum og menningar-
málum hvers konar, svo og að fá viðurkennda kauptaxta,
sem var hörð barátta á sínum tíma þegar verkalýðsfélögin
voru að festa rætur í þjóðfélaginu.
Góðtemplarareglan, sem kom með háleitar hugsjónir til
verndar hinum saklausu og bjargar hinum föllnu. Innan
þessara samtaka voru allir systur og bræður á trúarlegum
siðgæðis grundvelli. Góðtemplarareglan er byggð upp á frá-
bæru fundarformi og má geta þess að Sameinuðu þjóðirnar
hafa tekið þetta fundarform til fyrirmyndar, svo mikils virði
er það að þeirra áliti.
Ungmennafélagshreyfingin kveikti nýjan eld, sem mynd-
aði bjarma félagslegrar menningar og veitti félagsstraumum
til æskulýðs landsins á sínum tíma. Það er skoðun mín að