Breiðfirðingur - 01.04.1987, Blaðsíða 107
BREIÐFIRÐINGUR
105
kvæðið, en það var orkt undir laginu „Á vængjum vildi ég
berast“. Ef til vill er þetta kvæði einhvers staðar geymt og
væri gaman, ef það fyndist.
Eftir að allar hamingjuóskir voru um garð gengnar, gekk
fólkið út og veisluborðin voru sett upp. Veðrið var yndislegt
og hélst svo út kvöldið, glaða sólskin og logn. Fólkið labbaði
um í góða veðrinu og þeir, sem vildu reykja gátu gert það,
því á borði fyrir utan húsið voru ekta Havanavindlar. Vín-
föng voru ekki höfð um hönd. Næst var tilkynnt að maturinn
væri tilbúinn og fólkið beðið að gjöra svo vel og ganga inn og
setjast að borðum. Aðalrétturinn var kindasteik, og minnir
mig að slátrað væri tveimur veturgömlum kindum í veisluna.
Maturinn var allur tilreiddur heima í bænum, steikin og allt
sem henni tilheyrði. Ekki man ég lengur hver sá um mat-
reiðsluna, en það mun hafa verið kona úr sveitinni.
Pegar fór að líða á matarveisluna fóru ýmsir að biðja sér
hljóðs og mæla fyrir minni brúðhjónanna. Nokkru eftir
miðnættið kom kaffið og alls konar kökur og tertur. Var þá
spjallað saman og stundum heyrðist glamrað í bolla með
teskeið og beðið sér hljóðs. Ræðumenn voru Ólafur hrepp-
stjóri, Guðbrandur Benidiktsson, síðar bóndi á Broddanesi,
Júlíus Björnsson, bóndi í Garpsdal og prestarnir, áður-
nefndir. Eað var komið framundir morgun þegar fyrstu gest-
irnir fóru að hugsa til heimferðar. Ég minnist þess að sólin
skein glatt yfir Tunguheiði þegar við Bjarni vorum að sækja
hesta og hjálpa gestum að leggja á. Eftir að gestum var farið
að fækka, kom allt heimafólkið uppeftir til að borða og njóta
kræsinganna. Þá voru brúðhjónin horfin heim og komin í
brúðarsængina.
Ég mun vera sá eini, sem enn þá er uppi af þeim er sátu
þetta brúðkaup í Króksfjarðarnesi.
Hafliði Hafliðason
Efngu hjónin fóru svo að búa á Valshamri í Geiradal. Þá
hafði Ólafur hreppstjóri fengið sér ráðskonu, er Hákonía