Breiðfirðingur - 01.04.1987, Síða 121
BREIÐFIRÐINGUR
119
til að sinna gripum og mjöltum. Þá las ég í blaði grein eftir
danskan mann, sem komið hafði í jólaheimsókn frá Banda-
ríkjunum og lýsti veru sinni þar og lífi þar yfirleitt. Vægast
sagt - kveikti þetta í mér brennandi löngun, en til hvers? Ja,
ég var ekki viss um hvað, en ég braut heilann um hvað ég
gæti gert. Var það mögulegt fyrir mig að komast til þessa
fyrirheitna lands? Ég ræddi þetta við einn piltinn og lét þau
orð falla að ég ætlaði að reyna að komast til Bandaríkjanna
um vorið.
Nokkrum dögum eftir jól spurði Kláus mig hvort ég vildi
ráða mig hjá sér næsta ár. Sagði ég honum þá að ég væri að
hugsa um að fara til Ameríku. „Ná, skal du det?“ Svo
töluðum við um þetta fram og til baka, sagðist hann þekkja
danskan mann, Kristján Sörensen, sem ætti heima í Illinois-
ríki, nálægt Chicagoborg. Hann skrifaði Sörensen og bað
hann um upplýsingar, hvort það væri ráðlegt fyrir mig að
fara til Bandaríkjanna og möguleika að fá vinnu.
Leið nú og beið. Seint í febrúar kom bréf frá Sörensen.
Kvað hann velkomið að ég kæmi og kvaðst geta útvegað mér
vinnu. Petta voru nú góðar fréttir. Fór ég nú til umboðs-
manns skipafélagsins Scandinavian American Line til að
panta far. Þar fékk ég þær upplýsingar að ég yrði að bíða í
12 mánuði því kvótinn væri yfirfylltur. Fór ég heim vonsvik-
inn en ekki af baki dottinn. Ég hafði heyrt að ungur maður
í nágrenninu væri að fara til Canada. Fór ég og talaði við
hann og fékk þær upplýsingar að innflutningur til Canada
væri alltaf opinn. Fór ég aftur til umboðsmannsins til að
panta far til Canada í apríl. „Nú, ertu kominn aftur,“ sagði
hann. „Já, ég ætla að fara til Canada.“ Það kvað hann í lagi,
því kvótinn þangað væri aldrei fylltur. Spurði hann um nafn
mitt og sagði ég honum það. Leit hann þá á mig stórum
augum og spurði hvar ég væri fæddur. „Á íslandi,“ svaraði
ég. Hann komst að raun um að ég hefði íslenskt vegabréf og
þess vegna gæti ég farið til Bandaríkjanna hvenær sem ég
vildi, því kvótinn fyrir ísland væri ekki fylltur. Pantaði ég nú
far 29. apríl með Scandinavian American Line og skipinu