Breiðfirðingur - 01.04.1987, Page 126
124
BREIÐFIRÐINGUR
dagur var mjög heitur og þreytandi en seint næsta kvöld
erum við komnir til Chicago.
Járnbrautarstöðin í Chicago er sú stærsta í Bandaríkjun-
um. Þangað liggja allar brautir landsins. Þarna var vakt-
maður um nóttina, sem talaði dönsku. Sagði hann að við
yrðum að taka aðra járnbraut til Elgin, væru það aðeins 40
mílur en sú lest færi ekki fyrr en að morgni. Bauð hann
okkur að sofa þarna á bekkjum, lánaði okkur teppi og var
mjög hjálplegur. Næsta morgun snemma vakti hann mig og
sagðist vera að fara af vaktinni, en annar maður kæmi bráð-
lega í sinn stað. Spurði ég hvort sá væri danskur, en hann
svaraði að hann væri norskur - „eins og þessi þorskur, er
sefur þarna,“ og benti á Jóhann sofandi á bekknum. Það var
alltaf dálítill rígur milli Norðmanna og Dana, fannst mér.
Elgin er lítill bær um 40 mílur vestur af Chicago í Illinois-
ríki. Ég hafði sent Sörensen skeyti frá New York um að ég
kæmi þennan dag, enda beið hann þarna á stöðinni þegar ég
steig af brautarvagninum. Skýrði ég honum frá hvernig stæði
á komu Jóhanns, en hann sagði strax að það væri ekkert
vandamál. Glaðnaði þá heldur yfir Jóhanni.
Kristján Sörensen hafði búið í Elgin í mörg ár. Var hann
maður um sjötugt og verktaki að atvinnu. Hann steypti
gangstéttir og lagði inn vatn og skolpleiðslur í hús. Hafði
hann nokkra menn í vinnu. Bauð hann mér og Jóhanni að
vinna hjá sér og var því feginsamlega tekið. Svo útvegaði
hann okkur herbergi á leigu og mér fannst ég nú vera á
grænni grein.
Vinnan var tíu tímar á dag. Kaupið var 50 cent á tíma.
Um kvöldið eftir vinpu fyrsta daginn borgaði Kristján mér 5
dollara fyrir daginn og sagði mér um leið að koma með sér
í búð og fá mér létt vinnuföt og skó, því hér væri of heitt að
vinna í þykkum vetrarfötum. Fórum við nú í verslun hjá
gyðingi nokkrum, sem verslaði með alls konar vörur. Ég
keypti mér gallabuxur, bláa vinnuskyrtu, vettlinga og vinnu-
skó og átti þó einn og hálfan dollara af dagkaupinu eftir.
Elgin var lítill og snotur bær á þessum árum með 30-40