Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1987, Síða 126

Breiðfirðingur - 01.04.1987, Síða 126
124 BREIÐFIRÐINGUR dagur var mjög heitur og þreytandi en seint næsta kvöld erum við komnir til Chicago. Járnbrautarstöðin í Chicago er sú stærsta í Bandaríkjun- um. Þangað liggja allar brautir landsins. Þarna var vakt- maður um nóttina, sem talaði dönsku. Sagði hann að við yrðum að taka aðra járnbraut til Elgin, væru það aðeins 40 mílur en sú lest færi ekki fyrr en að morgni. Bauð hann okkur að sofa þarna á bekkjum, lánaði okkur teppi og var mjög hjálplegur. Næsta morgun snemma vakti hann mig og sagðist vera að fara af vaktinni, en annar maður kæmi bráð- lega í sinn stað. Spurði ég hvort sá væri danskur, en hann svaraði að hann væri norskur - „eins og þessi þorskur, er sefur þarna,“ og benti á Jóhann sofandi á bekknum. Það var alltaf dálítill rígur milli Norðmanna og Dana, fannst mér. Elgin er lítill bær um 40 mílur vestur af Chicago í Illinois- ríki. Ég hafði sent Sörensen skeyti frá New York um að ég kæmi þennan dag, enda beið hann þarna á stöðinni þegar ég steig af brautarvagninum. Skýrði ég honum frá hvernig stæði á komu Jóhanns, en hann sagði strax að það væri ekkert vandamál. Glaðnaði þá heldur yfir Jóhanni. Kristján Sörensen hafði búið í Elgin í mörg ár. Var hann maður um sjötugt og verktaki að atvinnu. Hann steypti gangstéttir og lagði inn vatn og skolpleiðslur í hús. Hafði hann nokkra menn í vinnu. Bauð hann mér og Jóhanni að vinna hjá sér og var því feginsamlega tekið. Svo útvegaði hann okkur herbergi á leigu og mér fannst ég nú vera á grænni grein. Vinnan var tíu tímar á dag. Kaupið var 50 cent á tíma. Um kvöldið eftir vinpu fyrsta daginn borgaði Kristján mér 5 dollara fyrir daginn og sagði mér um leið að koma með sér í búð og fá mér létt vinnuföt og skó, því hér væri of heitt að vinna í þykkum vetrarfötum. Fórum við nú í verslun hjá gyðingi nokkrum, sem verslaði með alls konar vörur. Ég keypti mér gallabuxur, bláa vinnuskyrtu, vettlinga og vinnu- skó og átti þó einn og hálfan dollara af dagkaupinu eftir. Elgin var lítill og snotur bær á þessum árum með 30-40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.