Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 11
BRÉF T [ L MÓÐUR
9
stofnaður var Sparisjóður Ólafsvíkur. Áður hafði aðeins einu
sinni hér á landi verið prentaður fyrirlestur eftir konu. Þær
systur ólust upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Fossárdal, einnig
á Fróðá og víðar. Frá Fróðá giftist Þorkatla tvítug að aldri, og
var maður hennar Sigurður Bjarnason frá Hrafnkelsstöðum í
Eyrarsveit, þá 32 ára. Þau settu saman bú í Neðritungu í Fróð-
árhreppi, þar sem þau bjuggu um hríð, síðan í einni hjáleig-
unni á Brimilsvöllum og loks í 13 ár í Klettakoti í Fróðár-
hreppi. Eftir 16 ára sambúð missti Þorkatla mann sinn, en þau
höfðu eignast sex börn, og voru þrjú þeirra í ómegð, þegar
Sigurður lést.
Þorkatla hélt áfram að búa í Klettakoti og giftist 1880 Pétri
Frímanni Guðmundssyni frá Hraunlöndum í Breiðuvík, og var
hann þá 22 ára. Frá Klettakoti fluttu þau að Dalli, hjáleigu á
Brimilsvöllum og þar andaðist Pétur 10. febrúar 1894. Þau
eignuðust fjögur börn og komust þrjú þeirra til fullorðinsára.
Eftir lát Péturs bjó Þorkatla fjögur ár í Dalli, en flutti þaðan að
Hlíðarkoti í Fróðárhreppi, þar sem hún var í tvö ár. Aldamóta-
árið sest hún að í Ólafsvík og hefur þá með sér yngsta barnið,
sem var ófermt. Þar var hún húskona í 17 ár, en síðan næstu
fimm árin hjá börnum sínum á víxl. Lokaáfanginn var í Götu,
þar sem hún lést 10. janúar 1926.
Börn Þorkötlu með Sigurði voru:
Geirríður, kona Ólafs Hanssonar í Flatey. Þau eignuðustu
tvo syni.
Þuríður, bjó í Ólafsvík, giftist ekki, en átti eina dóttur.
Kristófer, formaður í Ólafsvík, kvæntur Ingibjörgu Jóns-
dóttur frá Móabúð í Eyrarsveit. Þau eignuðust þrjú börn, enn-
fremur átti Kristófer son utan hjónabands. Þann 5. apríl 1918
fórst Kristófer í fiskiróðri ásamt allri skipshöfn sinni, þar á
meðal syni sínum.
Margrét giftist Andrési Kristjánssyni. Þau bjuggu á Ingj-
aldshóli og áttu fjögur börn.
Guðbrandur var lengi sjómaður, síðar bókbindari og hrepp-
stjóri í Ólafsvík. Kona hans var Jóhanna Valentínusdóttir. Þau
eignuðust sex börn.