Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 17
ir við þau kjör, sem þeir áttu við að búa. Fyrir því gátu þeir þol-
að örbirgð, óþrifnað, sult og seyru og alla þess fylgifiska kúg-
unar, hvort sem hún átti rætur að rekja til manna eða náttúru“.2
Sagnarandi og fjarskyggni
Eitt sinn er Þorkatla sat á spjalli við Ollu, hafði hún orð á því,
að fólk talaði um, að hún hefði nokkurs konar sagnaranda og
að hún væri tjarskyggn. „Það er sannleiksögn í þessu“ sagði
gamla konan, „því að borið hefur við, að ég hef getað sagt fyr-
ir um óorðna hluti eða tíðindi, sent hafa síðar reynst sanna sig.
Eftir að ég var sest að í Olafsvík bar svo við um vortíma, að
fiskveiðiskip kom þangað, er færði þá fregn, að skip hefði átt
að sjást sökkva á Látraröst og á því verið Sigþór sonur minn
og nokkrir Ólsarar. Þegar mér bárust þessi tíðindi, ásamt öðr-
um hlutaðeigandi, voru margir hissa á því, að mér skyldi ekki
bregða. Eg spurði hvenær þetta hefði átt að ske, var mér svar-
að fyrir rúmri viku. Þá brosti ég og sagði, að mér kæmi það á
2. Gangleri III, bls. 58-60.