Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 22
20
BREIÐFIRÐINGUR
hlíð að mestu frá eggjum að jafnsléttu. Síðar lýsti Sigurður
Kristófer í kvæðinu „Hlíðin mín“, hvernig honum hefði þá
verið innan brjósts:
Ég kvaddi þig, er litverp blómin lágu
í líkklæðum í móðurfaðmi þínum,
og haustið bjó þig hélufeldi sínum
og harm-óð lind þín kvað hjá bergi gráu.
Mitt hjarta sló af harmi þungum, sárum,
er hinsta sinn til þín ég sjón lét renna,
þá fannst mér þrá í brjósti mínu brenna,
sem bræddi ís af löngu frosnum tárum.
Ég þráði að dvelja hjá þér lengi, lengi
og leika mér sem barn í dældum þínum
og hlúa þar að hjartans vonum mínum,
sem hnigu í dá sem fölnuð blóm á engi.
Það sem ég elska forlög draga frá mér,
ó, fagra hlíð! þig mun ég aldrei líta;
mér enginn skal þó ást úr brjósti slíta,
þá ást er vaktir þú í bernsku hjá mér.
Ég hugsa um þig er sól á öldum situr,
ég sé í anda töfrafegurð þína,
þá bærir heimþrá hörpustrengi mína,
mitt hjartans ljóð þér aftangolan flytur.4
Varð honum sem hesta móðir
Þegar Sigurður Kristófer kom í Laugarnes 16 vetra, þótti hlut-
skipli hans hið hörmulegasta. Honum sýndist sjálfum líf sitt
verra en dauði. Allar vonir voru úti. Hann var sinnulítill og
4. Oðinn II. bls. 15-16.