Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 23
BRÉF TIL MÓÐUR
21
Sigurður Kristófer Pétursson,
seytján ára.
hafði enga löngun til neins. Örvænið lagði á hann tjötra.
Fljótt eftir að pilturinn var suður kominn leyndi sér ekki, að
hann var óvenju skýr. hafði lestrarlöngun og ágætt minni. Sér-
staklega var einum manni snemma ljóst, að mikið var spunnið
í sveininn, en það var yfirhjúkrunarkona spítalans, fröken
Harriet Kjær. Hún réðst í að rista af honum fjötrana, efla fróð-
leikslöngun hans, veita honum tilsögn, t.d. í dönsku, útvega
honum bækur, glæða trú hans á lífið og eigin orku; reyndist
honum í öllu sem besta móðir. Fröken Kjær vakti hann, kom
honum af stað. Anda hans var aldrei svefnhætt úr því.
Eitt sinn, er orðað var þakklæti við Sigurð Kristófer, sagði
hann: „Ég er ekki nema lélegt verkfæri Alföður. Þakkið
honum og því næst Harriet Kjær. Ef eitthvað hefur tognað úr
mér er það hennar verk, en ekki mitt. Hún benti mér á það,
sem mest hefur mótað líf mitt: Guðspekistefnuna."5
Fröken Harriet Kjær var einskonar verndarengill Sigurðar
Kristófers Péturssonar alla ævi hans á Laugarnesspítala. Víða
leynir sér ekki, að þau báru mikla virðingu hvort fyrir öðru.
Stærsta verk sitt, „Hrynjandi íslenskrar tungu“. helgaði Sig-
urður Kristófer henni með þessum orðum: „Bók þessi er lil-
5. Morgunblaðið 6. september 1925.