Breiðfirðingur - 01.04.1993, Síða 28
26
BREIÐFIRÐINGUR
Hafa sökkhlaðið vísindafleytuna
Sigurður Kristófer minntist þess alla tíð, að hann hafði verið
sjómaður og dæmigerði því stundum skoðanir sínar í ljósi
þess. Birtist það t.d. í bók hans „Um vetrarsólhvörfþar sem
hann ræðir um eftirvæntinguna.
„Undirstraumur. Þér sem hafið róið til fiskjar eða stundað
sjóróðra - ef nokkur yðar hefir komið á flot til þeirra hluta -
munuð hafa tekið eftir því, hversu lítið aflast um sjálfan
„liggjandann“; en svo kalla sjómenn straumleysið í sjónum
eða fallaskiftin, þegar t.d. norðurfallinu er lokið og suðurfallið
byrjar. Þá er eins og einhvers konar dvali eða deyfð færist yfir
íbúa hafsins, fiskana. En þegar stutt stund er liðin, verða menn
varir við, að „upptakan“, það er straumhvörfin í undirstraum
hafdjúpsins er byrjuð. Þá er sem fiskarnir vakni af dvalanum
og nýtt líf og fjör færist í þá. ...
Samfara upptöku suðurfallsins í hafi tímans verðum vér vör
við sterka eftirvæntingu tneð ntönnum, er samsvarar eftir-
væntingu þeirri, er gagntekur fiskimanninn, sem bíður úti á
miðunum fram yfir snúninginn eða upptökuna. Það er sem
menn búist við, að þeir muni þá og þegar draga einhver mikil-
væg hnoss úr djúpi tímans, - einhver andleg hnoss, sem muni
bæta úr hinum andlega skorti, er þeir hafa átt svo lengi við að
búa. Lík eftirvænting mun hafa gert vart við sig um og eftir
daga Krists. Þá var líka um andlegt suðurfall að ræða. Og
svipuð eftirvænting mun hafa gert vart við sig ... fyrir rúmum
þrem öldum, þegar norðurfall efnishyggjunnar byrjaði ... Það
má segja, að vísindamennirnir hafi dregið hvern kjaradráttinn
á eftir öðrum upp úr bárum tímans og hafi sökkhlaðið vísinda-
fleytuna. En maðurinn lifir ekki á þeim afla einum saman, og
þess vegna hafa þjóðirnar átt við andlegan sult og seyru að
búa“.10
10. Sig. Kr. P.: Um vctrarsóllivörf, bls. 65, 67.