Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 31
BRÉF TIL MOÐUR
29
helgiriti hans um íslenska túngu. Og fegurð íslenskrar sálar
var alstaðar nálæg í ritum Kristófers“.
Snemma bar á hagmælsku hjá Sigurði Kristófer, en hann
var þó orðinn 24 ára, þegar hann birti fyrst kvæði eftir sig á
prenti. í tímaritinu Óðni 1906 komu sex kvæði eftir hann, þar
á meðal „Hlíðin mín“, sem fyrr hefur verið birt hér. A undan
sjálfum kvæðunum í Óðni er einskonar forspjall í ljóði og lýs-
ir hugarfari hans til skáldgyðjunnar:
Út í óðheima
andi minn ber
hjartans þrá
á hljóðum stundum:
býr þar brosfögur
blómálfum lík
heimi tjarri
hulin gleði.
Sigurður Kristófer er senr skáld langkunnastur fyrir sálm-
inn „Drottinn vakir“, en hann birtist upphaflega í jólablaði
Tímans 1924. Sálmurinn er fjögur vers, og er þetta annað í
röðinni:
Löng þá sjúkdómsleiðin verður,
lífið hvergi vægir þér,
þrautir magnast, þrjóta kraftar,
þungt og sárt hvert sporið er,
honum treystu, hjálpin keniur,
hann af raunum sigur ber.
Drottinn elskar, - Drottinn vakir
daga’ og nætur yfir þér.
Sálmurinn var sunginn í Brimilsvallakirkju við jarðarför
Þorkötlu, móður Sigurðar Kristófers.