Breiðfirðingur - 01.04.1993, Side 44
42
BREIÐFIRÐINGUR
hana sé rækilega minnst og um hana dæmt á prenti. Bókin
þykir mér einna markverðust þeirra rita um íslenskt mál, er út
hafa komið á seinustu áratugum. Með henni er sköpuð sérstæð
fræðigrein og ný í norðrænum málvísindum. Furðanlegt er
það og einkennilega íslenskt að höf. er ólærður almúgamaður,
sem fyrstur manna rannsakar rækilega þetta tlókna viðfangs-
efni og ritar síðan um það svo hávísindalega bók, að samboðið
væri hverjum vel lærðum prófessor. Öll niðurskipun og
útskýring er svo ljós og lipur, að undrun sætir, þar sem þarna
var á engu áður rituðu að byggja. Þó kallar höf. í yfirlætisleysi
þetta ,£>rög“ á titilblaðinu. En þótt höf. hafi þarna samið gott
rit, sem verða mun fræðslulind öllum þeim, er síðar fást við
þessa grein ísl. málfræði, þá er ég samt ósamdóma honum í
ýmsurn atriðum og verð því að skýra frá hinu helsta af því.
Þetta skerðir þó eigi gildi bókarinnar í heild. Þá er um slíkt rit
er að ræða, er það stórnauðsynlegt, að bent sé á það, sem
athugavert sýnist, sökum þess að búast má við, að svo margt
og mikið verði síðar á því byggt. Ef um lítilsvert rit væri að
ræða, þá væri engin þörf á slíkri fyrirhöfn. ... I henni er og
sumt, er betur þarf að skoða og líta á frá fleiri hliðum en höf.
gerir og svo er þar sumt, sem orkar tvímælis. ... Vilji minn er
nú, að ritgerð þessi verði skoðuð sem fáeinir viðaukar og, ef
til vill leiðréttingar á nokkrum alriðum, en jafnframt vitnis-
burður um kosti bókarinnar.“
Eftir að séra Jóhannes hefur fjallað um fjölmörg atriði, lag-
fært sumt og leiðrétt annað, segir hann:
„Þegar ég svo lít yfir bókina í heild, þá verður það vitnis-
burður minn urn hana, að hún (þrátt fyrir ýmsa smágalla) sé
stórmikið vísindaverk og muni urn langt skeið verða grund-
vallarrit í þessum fræðum. Bókin er brautryðjandi í lítt raktri
vísindagrein og því munu menn margan fróðleik í hana
sækja.“17
Ritdómur séra Jóhannesar Lynge vakti athygli og líklega
meira umtal urn bókina en annars hefði orðið.
17. J.L.L.J.: Um bókina, bls. 3-5, 52-53.