Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 45
BRÉF TIL MÓÐUR
43
Dr. Pál! Eggert Ólason. Ljósm.:
Arni Thorsteinsson. Þjms.
„ Hér ræðir um nýja og merka fræðigrein “
Dr. Páll Eggert Olason var um þær mundir, sem bók Sigurðar
Kristófers kom út, prófessor í sagnfræði. Hann kynntist efni
hennar náið frá upphafi, þar sem hann las mestan hluta hand-
ritsins og síðan prófarkir. Dr. Páll birti í „Tímanum“ 13. júní
1925 langan ritdóm um „Hrynjandi íslenskrar tungu“. Auk
þess sem hann greinir ítarlega frá efni ritsins segir hann m.a.:
„Hefur höfundur og búið til fjölda orða, er tákna tilbreytni
alla í lögmálum ritmáls; eru þau öll viðkunnanleg og flest sem
gripin undan tungurótum þjóðarinnar. Fer hér saman í senn
hugvit mikið, málbragð í besta lagi og snilld um skýringar all-
ar og fræðslu. ...
Ymislegt hefur á síðustu tímum verið ritað um ýmsar grein-
ir íslenskrar mállýsingar, en ekki hefur önnur bók, varðandi
íslenska tungu, vakið meiri fögnuð en þessi þeim, er þetta rit-
ar. Ber margt til þess. Fyrst það, að hér ræðir um nýja og
merka fræðigrein, sem brátt mun verða tekin upp í skólum,
samhliða öðrum greinum mállýsingar. Það annað, að lögmál
þau, er höf. hefur fundið, létta mjög fyrir um rannsókn réttra
texta í handritum, þar er mörg eru og orðamunur veldur erfið-
leikum. Það hið þriðja, að málbótum er hinn mesti styrkur að