Breiðfirðingur - 01.04.1993, Side 53
BRÉF TIL MÓÐUR
51
Kenningum Sigurðar Kristófers um hrynjandi tungunnar
var lítt á loft haldið, þegar frá leið, og ekki mun hafa verið
dvalið við þær í íslenskunámi í skólum. Þegar ég var í Kenn-
araskólanum örfáum árum eftir að bókin kom út, var t.d. ekk-
ert fjallað um efni hennar. En þótt sú hafi orðið raunin, ber
ritið „Hrynjandi íslenskrar tungu“ eigi að síður vitni um frá-
bært afrek manns, sem var sjúklingur og algerlega sjálf-
menntaður.
Lífi hans líkt við undursamlegt ævintýri
Fyrstu árin, sem Sigurður Kristófer var í Laugamesspítala,
fékkst hann við margvísleg störf, og þau sem honum voru
kærkomnust, tengdust sjó. Hann fór út í þarann og veiddi
þyrskling á handfæri og ennfremur lagði hann og vitjaði um
hrognkelsanet ásamt öðrum. Margir ungir sjúklingar fengust
allmikið við trésmíði á fyrri árum spítalans. Þar voru þá fimm
hefilbekkir, þegar mest var, og vanalega tveir um hvern. Mik-
ið var smíðað af kommóðum, skápum og koffortum. Kristó-
fersfélagið var talið öflugast, en með honum var ungur og
fjörugur piltur, Magnús Gunnlaugsson. Hann var góður smið-
ur, söngmaður og aðalorganisti spítalans. En þótt Magnús
missti sjón var smíðastarfinu haldið áfram. Hendurnar á Sig-
urði Kristófer voru illa lagaðar til smíða, en hann hafði góð
augu. Hann lánaði augun, en Magnús hendurnar, og starfið
gekk ágætlega eftir sem áður. En síðar dó Magnús úr lungna-
bólgu og eftir það hætti Sigurður Kristófer smíðum, en málaði
jafnan smíðisgripina fyrir sjúklingana.
Sjúkdómur hans var hin svonefnda slétta holdsveiki, eða
öðru nafni limafallssýki, sem fór sér hægt og lævíslega. Sein-
ustu 13 árin, sem hann lifði, var holdsveikin talin horfin. En
þá fór meltingarsjúkdómur að herja á hann og ágerðist nteir og
meir, uns hann var skorinn upp haustið 1923. Nokkuð batnaði
honum um hríð, en síðar sótti í sama horfið. Haustið 1924 var
hann sárlasinn, en þá vann hann sem ákafast að bók sinni
„Hrynjandi íslenskrar tungu“ og unni sér engrar hvíldar. En