Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 54
52
BREIÐFIRÐINGUR
kunnugir vissu, að það var áhuginn og óbilandi vilji, senr
héldu honum uppi. Hvoru tveggja lauk nálega jafnsnemma:
fótavist hans og fullprentun bókarinnar. Banalega hans stóð í
hálft ár, en hann lést 19. ágúst 1925. Bananreinið var ekki
holdsveiki, heldur berklasár í görnum.
Sigurður Kristófer skrifaði systkinum sínum mjög oft, eink-
um Sigþóri og Ingibjörgu og ennfremur rnóður sinni. Henni
sendi hann einnig peninga, þegar hann átti eitthvað af þeim til
að miðla. Eins og fyrr segir hafði rnóðir hans aðeins tök á að
heimsækja hann einu sinni, en hinsvegar fóru systkinin, Ingi-
björg og Sigþór, oft suður til að vitja hans.
Að lokum verður hér vitnað til tveggja vina Sigurðar Kristó-
fers, er kvöddu hann látinn.
Aðalbjörg Sigurðardóttir:
„Sérstaklega var það þó guðspekistefnan, sem varð elsku
hans aðnjótandi. Fyrir hana mundi hann hafa verið reiðubúinn
að leggja allt í sölumar, enda mun hann hafa talið lífsskoðun
guðspekinnar hafa gefið sér stærstu gjöfina, sem honum hlotn-
aðist í þessu lífi“.19
Jakob Kristinsson:
„Lífi Kristófers hefur verið líkt við undursamlegt ævintýr.
Drottningin í ævintýrinu hét Guðspeki. Og aldrei hefur kappi
þjónað drottningu sinni af meiri ást og trúleik en Sigurður
Kristófer“.20
Sigurður Kristófer „var einhverju sinni spurður að hvort
hann, sem hefði kynnt sér svo mikið dulspeki, hefði ekki lang-
að til, eða reynt að þroska hjá sjálfum sér dulrænar gáfur.
Hann svaraði með alvörusvip: „Hin eina dulargáfa, sem ég
óska að þroska með sjálfum mér er sú, að ég geti séð hið góða
í öllum mönnum“.“21
19. Vísir 25. ágúst 1925.
20. Morgunblaðið 6. sept. 1925.
21. Minning, bls. 4.