Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 56
54
BREIÐFIRÐINGUR
Tíminn, Reykjavík 12. september 1925. Alexander Jóhannesson: „Hrynjandi íslenskr-
ar tungu". Nokkur orð.
Vísir, Reykjavík, 25. ágúst 1925. Aðalbjörg Sigurðardóttir: Sig. Kristófer Pétursson.
Vörður, Reykjavík 5. septembcr 1925. Sæmundur Bjarnhéðinsson: Sig. Kr. Pétursson,
rithöfundur.
Bréf Guðbrandar Sigurðssonar í Bifröst í Olafsvík 31. maí 1926 til Einars Þorkelsson-
ar, ásamt skýringarblöðum og bréfi Sigurðar Kristófers til móður hans. - Oft
barst Þorkatla og Sigurður Kristófer í tal, er ég ræddi við föðurbróður minn,
Bjarna Arnason í Einarsbúð, og Olöfu dóttur hans. - Halldór E. Sigurðsson,
fyrrv. ráðhcrra, systursonur Sigurðar Kristófers, lánaði mér ættarskrá sína.
Viðbót í próförk
Eins og fram kom hér á undan var málfræðingurinn Alexander
Jóhannesson, sem lengi var háskólarektor, ekki hlynntur kenn-
ingum Sigurðar Kristófers Péturssonar, sem birtust í Hrynjandi
íslenskrar tungu. Alexander var kennari næstu kynslóðar ís-
lenskra málfræðinga, sem einnig gátu Sigurðar að engu. Mál-
fræðingar við Háskóla íslands af yngstu kynslóðinni hafa aftur
á móti vel kunnað að meta athuganir Sigurðar og bent stúdent-
um á að lesa bók hans. Kunnugt er mér um að Kristján Ama-
son, prófessor í málfræði, er í þessum hópi, telur sig hafa lært
mikið af lestri bókar Sigurðar og hefur m. a. vitnað í bók hans
í fyrirlestri á ráðstefnu um bragfræði í Gautaborg 1987.