Breiðfirðingur - 01.04.1993, Síða 57
Árni Tómasson
Flugslysið í Búðardal
13. mars 1947 rann upp með björtu veðri, frosti og norðaustan
kalda sem leit út fyrir að mundi haldast þann dag. Sjór var þá
auður en hafði frosið nokkuð undanfamar nætur án þess að ís-
inn festist nokkuð, heldur rak hann til og frá um fjörðinn og út
öðru hvoru eftir því sem vindur stóð.
Um hádegi fréttist um þorpið að von væri á Grumman
tveggja hreyfla flugbáti frá Loftleiðum h.f., sem hafði farið
um morguninn til Isafjarðar með viðkomu í bakaleið á Ing-
ólfsfirði og Djúpuvík á Ströndum.
Flugvélin settist svo á sjóinn fyrir framan Búðardal um kl.
13:20 nefndan dag. Hún hafði innanborðs tvo farþega, Einar
Odd Kristjánsson, gullsmið frá ísafirði og Maríu Guðmunds-
dóttur, Reykjavík, en hún kom í vélina í Djúpuvík auk flug-
manns, Jóhannesar Markússonar, Reykjavík.
í Búðardal tóku sér far með flugvélinni eftirtaldir 5 farþeg-
ar:
Elísabet Guðmundsdóttir, kona Magnúsar Rögnvaldssonar,
vegaverkstjóra í Búðardal.
Guðrún Árnadóttir, kona Kristjáns Jóhannessonar héraðs-
læknis í Búðardal.
Magnús Halldórsson, bóndi á Ketilsstöðum í Hvammssveit.
Magnús Sigurjónsson, verkamaður, heimilisfastur að
Hvammi í Dölurn. Hann hafði stundað vinnu í Reykjavík und-
anfarna mánuði, en kom vestur til að standa yfir moldum Jóns
Einarssonar bónda í Sælingsdalstungu en hjá honum hafði
Magnús verið í vinnumennsku unr alllangt skeið.
Benedikt Gíslason, tengdasonur ofannefnds Jóns Einarsson-