Breiðfirðingur - 01.04.1993, Page 62
60
BREIÐFIRÐINGUR
freyja bauð þeim að drekka meira kaffi, sögðu þeir, að það
tæki því varla, þar sem þeir eftir stutta stund yrðu komnir til
Reykjavíkur.
Þó var einn í hópnum, sem lítt tók þátt í umræðum og var
óvanalega þögull. Vakti það athygli húsbænda í Glerárskóg-
um. Það var Magnús Sigurjónsson. Hann var að eðlisfari léttur
í lund, lét oft gamanyrði fjúka ásamt hressilegum hlátri, en nú
var honum brugðið. — Engar skýringar á þessu komu fram,
enda ekki eftir þeim leitað. Er lítill vafi á, að Magnús hefur af
einhverjum orsökum ekki verið með öllu óviðbúinn þeim
snöggu ferðalokum, sem þarna áttu eftir að verða.
Það varð að ráði að hringt yrði frá Glerárskógum að Sæl-
ingsdalstungu og látið vita þegar flugvélin væri komin á loft
frá Búðardal. Magnús Sigurbjörnsson í Glerárskógum átti
sjónauka góðan og fylgdist með því þegar flugvélin reyndi að
hefja sig á loft á firðinum. Hann bað um að beðið yrði með að
hringja, því hann sá að vélin komst í talsverða hæð, en féll
síðan í sjóinn.
Einar frá Sælingsdalstungu aðstoðaði við að taka á móti
þeim er björguðust að landi í Búðardal, en lagði síðan af stað
heim á leið. Sigurbjörn Alexandersson í Glerárskógum kom á
móti Einari, þegar hann var á leiðinni úr Búðardal.
Þegar þeir komu að Glerárskógum seinnipart dagsins sögðu
þeir glöggt frá hinu hörmulega slysi, en áður höfðu borist
lauslegar fréttir af því símleiðis.